Sumarlegar uppskriftir

Íslendingar eru eflaust þjóða bestir í nýta hvern sólageisla sem glittir í til að bjóða í grillveislu, skella í pottapartý eða flatmaga á pallinum með girnilegan kokteil í glasi. Þá kemur vinbudin.is sér vel, því þar má nálgast fjölda uppskrifta af girnilegum grillmat og ljúffengum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum. Tilvalið er að frysta ber eða ávexti í litlum kúlum, bitum eða sneiðum og nota sem klaka í frískandi sumardrykki. Hér eru dæmi um nokkra kokteila sem gaman er að prófa sig áfram með að blanda og skreyta svo af hjartans list, njótið vel!

Allar fréttir
Allar fréttir

Á ferðalagi

Þegar sól hækkar á lofti og ferðafiðringurinn gerir vart við sig fæ ég gjarnan ferðatengdar spurningar eins og hvernig vín henti í ferðalagið, hvort hentugra sé að velja kassavín eða flösku og hvernig sé best að kæla vínið eða bjórinn. Á sumrin breytist gjarnan vínvalið og léttari, ávaxtaríkari og frískari vín verða gjarnan fyrir valinu. Rauðvín sem ferðast er með þarf að þola að kólna örlítið og þá henta léttari og ávaxtaríkari vín betur.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Hvítvín henta vel með þessum rétti, en lykillinn að góðri pörun er að haka við "austurlenskt" í vöruleitinni.

Allar uppskriftir

Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.

Allar rannsóknir og greinar