Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Arabískt spínatsalat

með rúsínum, furuhnetum og kóríander

Fjöldi
4
Innihaldsefni 500 g spínat skolað í vatni og grófskorið ½ msk. kókosolía 3 stk. laukar smátt skornir 3 hvítlauksrif 1½ tsk. kóríanderduft Safi úr 1 sítrónu Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar 1½ dl rúsínur 1½ dl ristaðar furuhnetur ½ dl ferskt kóríander
Aðferð
  1. Hitið teflonpönnu, setjið olíu, hvítlauk og lauk á pönnuna og léttsteikið í 10 mínútur eða þar til laukurinn er gullinbrúnn.
  2. Bætið kóríanderdufti og rúsínum út á pönnuna og eldið áfram í 1 mínútu.
  3. Setjið svo spínatið og rúsínur út á pönnuna og eldið áfram í 5 mínútur.
  4. Hrærið vel þar til vökvinn er gufaður upp.
  5. Bætið þá sítrónusafanum og fersku kóríander við og smakkið til með salti og pipar.
  6. Ristuðum furuhnetum er dreift yfir salatið. Berið fram heitt.

 

VÍNIN MEÐ

Hvítvín henta vel með þessum rétti, en lykillinn að góðri pörun er að haka við "austurlenskt"  í vöruleitinni. 

Úr Vínblaðinu, 8.árg.3.tbl. september 2010 (PDF) Uppskrift fengin frá Yesmine Olsson
Fleiri Grænmetisréttir