- Hitið teflonpönnu, setjið olíu, hvítlauk og lauk á pönnuna og léttsteikið í 10 mínútur eða þar til laukurinn er gullinbrúnn.
- Bætið kóríanderdufti og rúsínum út á pönnuna og eldið áfram í 1 mínútu.
- Setjið svo spínatið og rúsínur út á pönnuna og eldið áfram í 5 mínútur.
- Hrærið vel þar til vökvinn er gufaður upp.
- Bætið þá sítrónusafanum og fersku kóríander við og smakkið til með salti og pipar.
- Ristuðum furuhnetum er dreift yfir salatið. Berið fram heitt.
VÍNIN MEÐ
Hvítvín henta vel með þessum rétti, en lykillinn að góðri pörun er að haka við "austurlenskt" í vöruleitinni.