Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ísland stendur sig best allra Evrópuþjóða

ESPAD (The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) er sam-Evrópsk rannsókn, gerð á 4 ára fresti, sem skoðar áfengis- og vímuefnanotkun ungmenna (15-16 ára).

Með tilliti til áfengis er mælt hvort ungmennin hafi neytt áfengis um ævina, hvort þau hafi neytt áfengis síðustu þrjátíu daga og að lokum hvort þau hafi orðið fyrir eitrunaráhrifum vegna áfengisnotkunar síðustu þrjátíu daga*. Hér er samantekt af mælingunum á Norðurlöndunum og Færeyjum.

Ísland stendur sig best allra Evrópuþjóða
 
Árið 2015 skoraði Ísland lægst af öllum Evrópuþjóðum í öllum mælikvörðum. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru alls staðar undir eða á meðaltali og Færeyjar standa sig nokkuð vel.
Danmörk, sem er eina landið á Norðurlöndum þar sem ríkið er ekki með einkasölu á áfengi, er langt fyrir ofan meðaltal í neyslu áfengis og er ýmist stutt frá eða á toppnum í öllum mælikvörðum. Mjög sláandi er að sjá eitrunaráhrifin* síðustu þrjátíu daga hjá 15-16 ára ungmennum, en þar mælist Danmörk í 32% á meðan meðaltalið í Evrópu er 13%.

 

*Spurt var:

On how many occasions (if any) have you been intoxicated from drinking alcoholic beverages, for example staggered when walking, not being able to speak properly, throwing up or not remembering what happened?
           (c) During the last 30 days

Hér má sjá skýrsluna í heild: Sam-Evrópsk rannsókn, ESPAD