Sölutímabil þorrabjórs hefst fimmtudaginn 21.janúar, en tímabilið stendur til 20.febrúar. Í ár verða 10 tegundir þorrabjórs til sölu; Þorrakaldi, Þorragull, Gæðingur, Steðji Hvalur II, Fjalar nr. 37, Surtur nr. 38, Surtur nr. 8.4, Víking English Pale Ale, Víking Juniper Bock og Surtur nr. 8.2 í gjafaöskju. Ölvisholt áformaði einnig að hafa þorrabjór en af því verður ekki.
Þegar salan hefst verður hægt að nálgast upplýsingar hér á vefnum um í hvaða Vínbúð hægt er að nálgast hverja tegund.