Sala áfengis jan - júní
Sala áfengis er 1,7% meiri í lítrum talið í júní í samanburði við júní í fyrra. Það sem af er ári þ.e. tímabilið janúar – júní er salan tæplega 1% meiri í samanburði við árið 2015. Aukning er í sölu rauðvíns en samdráttur í sölu hvítvíns og lítilsháttar samdráttur er í sölu lagerbjórs. Mesta aukning er í sölu á blönduðum drykkjum en salan í þeim flokki jókst um tæp 46% á tímabilinu janúar – júní í samanburði við síðasta ár.


Sala tóbaks jan – júní
Samdráttur var í sölu vindlinga fyrstu sex mánuði ársins um 3,2%, en á sama tíma jókst sala á neftóbaki um 6,8% á milli ára.
