Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Eftirfarandi vörur hafa verið innkallaðar. Viðskiptavinum sem eiga neðangreindar vörur er bent á að skila þeim í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru. Innkallanir geta verið af ýmsum toga, í sumum tilfella eru ákveðnar framleiðslulotur gallaðar á meðan allar lotur eru innkallaðar hjá öðrum vörum. Nánari upplýsingar um hverja innköllun er að finna við hverja vöru.

Innkallanir

Innköllun á Tiny Rebel

21.02.2024

Föroya Bjór ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla bjórinn Tiny Rebel Electric Boogaloo, 330 ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.

Innköllun á Sóða

20.02.2024

Ölverk hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ákveðið að innkalla þorrabjórinn Sóði, bjór í 330ml áldós, þar sem bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu. ​Til öryggis er ráðlagt að setja dósirnar í t.d. plastpoka.

Innköllun á To Öl Snuble Juice

19.05.2023

Viðskiptavinir athugið innköllun á bjórnum To Öl Snuble Juice Session India Pale Ale, vnr. 27510. Samkvækmt beiðni frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur bjórinn verið innkallaður þar sem hann er seldur sem glútenfrír, en er það ekki. Varan er að öðru leyti örugg þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni..

Innköllun á hvítvíni - Sancerre

15.08.2022

Domaine Franck Millet og Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að innkalla hvítvínsflöskur af gerðinni Sancerre Domaine Franck Millet 2021 eftir að aðskotahlutur fannst vörunni. Einungis er kallað eftir flöskum með lotunúmer L4021, en það er að finna á miða aftan á flöskunni..

Innköllun á Albani Mosaic IPA

28.07.2022

ÁTVR og Dista ehf ehf. innkalla vöruna Albani Mosaic IPA, Alk 5,7% vol., sem er bjór í 330 ml áldós þar sem bjórdós getur bólgnað út og kann að springa. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 11/05/2023.
Varan með umræddri best fyrir dagsetningu hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum Vínbúðanna. Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta.

Innköllun á Cyclopath Pale Ale

18.07.2022

ÁTVR og S.B. brugghús ehf. innkalla vöruna Cyclopath Pale Ale, sem er bjór í 330 ml áldós þar sem bjórdós getur bólgnað út og kann að springa.

Innköllun á Sóló sumarbjór

12.07.2022

ÁTVR innkallar vöruna Sóló Sumarbjór, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út sé varan ekki geymd í kæli og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 22/10/2022. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð. Framleiðandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: Og natura / Íslensk hollusta ehf, Hólshraun 5, 220 Hafnarfjörður Strikamerki: Á áldós: 5694230446667. Varan hefur verið boðin til sölu í ÁTVR Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is

Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

04.02.2022

ÁTVR innkallar vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu..