Sumarlegar uppskriftir

Íslendingar eru eflaust þjóða bestir í nýta hvern sólageisla sem glittir í til að bjóða í grillveislu, skella í pottapartý eða flatmaga á pallinum með girnilegan kokteil í glasi. Þá kemur vinbudin.is sér vel, því þar má nálgast fjölda uppskrifta af girnilegum grillmat og ljúffengum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum. Tilvalið er að frysta ber eða ávexti í litlum kúlum, bitum eða sneiðum og nota sem klaka í frískandi sumardrykki. Hér eru dæmi um nokkra kokteila sem gaman er að prófa sig áfram með að blanda og skreyta svo af hjartans list, njótið vel!

Allar fréttir
Allar fréttir

Cava

12. júlí er alþjóðlegur Cava dagur. Cava er spænskt freyðivín framleitt með hefðbundinni aðferð (e. Traditional method). Hefðbundin aðferð hefur einnig verið nefnd kampavínsaðferð, enda á hún uppruna sinn að rekja til kampavínshéraðsins.

Allar greinar

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Allar greinar

Sæt, hvít eftirréttavín passa vel með makkarónunum

Allar uppskriftir

Vorin og sumrin er oft sá tími sem ungt fólk prófar að drekka áfengi í fyrsta sinn. Prófin eru búin og halda á upp á það með ýmsum hætti, svo sem veislum eða útilegum. Unglingar sem eru að þreifa sig áfram í heimi fullorðinna telja sig oft geta...

Allar rannsóknir og greinar