Í nýrri skýrslu sinni leggur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO/Europe, áherslu á norrænu áfengiseinkasölurnar sem mikilvæga fyrirmynd til að draga úr áfengisneyslu og neikvæðum áhrifum á lýðheilsu. Norrænu áfengiseinkasölurnar á Íslandi, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Svíþjóð hafa stuðlað að tiltölulega lítilli áfengisneyslu og minni áfengistengdum skaða á Norðurlöndum.
Eitt af því sem fólk veltir stundum fyrir sér þegar það kaupir vínflösku er það hversu lengi sé hægt að geyma flöskuna óopnaða. ,,Vínið batnar með árunum” heyrist oft fleygt fram og á vissulega við í ákveðnum tilfellum, en sumum tegundum léttvína er þó ekki ætlað að vera geymd í mörg ár, eða áratugi. Frá náttúrunnar hendi eru það tannín (rauðvín), sykur, sýra og alkóhól sem fyrirfinnast í léttvínum, sem auka geymsluþol vínanna.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Kryddið og sætan leiða okkur til dæmis að suður-frönskum rauðvínum sem henta vel með þessum rétti.
Öll fylki í Bandaríkjunum setja einhverskonar kvaðir á áfengi, s.s. í formi skattlagningar, takmörkun á áfengissöluleyfi og sölutíma og í flestum tilfellum er krafist þriggja laga kerfis þar sem eignarhald framleiðenda, heildsala og smásala þarf að vera aðskilið. Einkavæðing á sölu áfengis hefur því ekki leitt til fullkomlega frjáls markaðar í Bandaríkjunum.