Vefsíðan Vöruvaktin fór í loftið í vikunni í samstarfi níu eftirlitsstjórnvalda sem vilja stuðla að aukinni og einfaldari upplýsingagjöf til neytenda. Öll viljum við treysta því að vörurnar sem við verslum standist þær kröfur og staðla sem gilda á Íslandi. Á vefsíðunni tilkynna stjórnvöldin um gallaðar vörur og upplýsa um innkallanir, fræða um vöruöryggi almennt og skapa vettvang til að móttaka tilkynningar frá neytendum um hættulegar/skaðlegar vörur.
Mánudaginn, 4. nóvember 2024, voru árleg verðlaun veitt fyrir heimsins bestu víngarða til að heimsækja (e. World’s Best Vineyards). Athöfnin var haldin hjá Sussex framleiðandanum Nyetimber í Bretlandi og var Tim Atkin MW (e. Master of Wine) kynnir hátíðarinnar. Listinn telur upp 50 framleiðendur um allan heim sem þykja skara fram úr þegar kemur að upplifun heimsókna, hvort sem það er til að smakka vín eða læra um vínrækt og víngerð.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Það liggur beinast við að hafa Chablis hvítvín með sósunni, þó að annað þurrt hvítvín komi einnig til greina.
ESPAD (The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) er sam-Evrópsk rannsókn, gerð á 4 ára fresti, sem skoðar áfengis- og vímuefnanotkun ungmenna (15-16 ára)...