Nú er þorrinn á næsta leiti en sala hefst á þorrabjór í Vínbúðunum fimmtudaginn 16. janúar. Upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 24. janúar. Í ár er áætlað að um 23 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín. Hér á vinbudin.is er hægt að kynna sér úrvalið og sjá í hvaða Vínbúðum hver tegund fæst. Flesta þorrabjóra verður hægt að kaupa í Vefbúðinni, en sumar árstímabundnar vörur koma til okkar í mjög takmörkuðu magni og því alltaf einhverjar tegundir sem klárast fljótt. Sölutímabili þorrabjórs lýkur svo við upphaf Góu, eða 22. febrúar. Gleðilegan þorra!
Nú þegar rykið er rétt nýsest eftir jólin er ekki seinna vænna að huga að þorranum og hvað sé hægt að drekka með þorramatnum. Þessum súra það er að segja, en sýran er mjög afgerandi þáttur í bragðbyggingu matarins.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni.
Árið 2011 var einkaleyfi ríkisins lagt niður á sölu áfengis í Washington-fylki. Þremur árum síðar var gerð rannsókn á því hvaða áhrif aðgerðin hafði. Helstu niðurstöður voru: