Árs – og samfélagsskýrsla ÁTVR fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi. Alls voru seldir 22,7 milljón lítrar af áfengi og dróst salan saman um 4,2% í samanburði við árið á undan. Tekjur af áfengissölu voru 34,2 milljarðar án vsk. Sala tóbaks var 7,9 milljarðar án vsk.
Eitt af því sem fólk veltir stundum fyrir sér þegar það kaupir vínflösku er það hversu lengi sé hægt að geyma flöskuna óopnaða. ,,Vínið batnar með árunum” heyrist oft fleygt fram og á vissulega við í ákveðnum tilfellum, en sumum tegundum léttvína er þó ekki ætlað að vera geymd í mörg ár, eða áratugi. Frá náttúrunnar hendi eru það tannín (rauðvín), sykur, sýra og alkóhól sem fyrirfinnast í léttvínum, sem auka geymsluþol vínanna.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Með þessum rétti hentar ferskur Sauvignon Blanc vel. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Einnig getur spænskur Albariño hentað vel.
Háskólinn í Michigan gerði rannsókn þar sem kannaður er kostnaður og ávinningur af einkasölu ríkis á áfengi og dreifingu. Byggt var á þriggja áratuga gögnum frá ýmsum fylkjum Bandaríkjanna.